Fimmtudagur, 4. desember 2008
Krónan styrkist nokkuð
Krónan hefur styrkst um 4% frá því að opnað var fyrir gjaldeyrisviðskipti milli viðskiptabankanna þriggja í morgun. Evran kostar núna 180,20 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi hafa verið töluverð viðskipti í morgun. Miðað við þau viðskipti sem eru leyfð, þ.e undirliggjandi gjaldeyrisviðskipti út af vöruviðskiptum og það að viðskiptaafgangur var 11 milljarðar í október, þá má búast við frekari styrkingu.(mbl.is)
Krónan hefur verið á floti í dag og gefur styrking hennar nokkrar vonir um að tilraunir með flot krónunnar muni takast. Ekki er þó að marka þessa tilraun fyrr en eftir nokkurn tíma.Unnt er hvenær sem að grípa inn í og beita hömlum og höftum.
Björgvin Guðmundsson
Krónan styrkist um 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.