ESB undirbýr aðild Íslands að sambandinu

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, segist hafa beðið Evrópusambandið að undirbúa aðild Íslands að sambandinu þannig að landið geti gengið í ESB innan 6-18 mánaða frá því það sæki um aðild. Boomberg fréttaveitan segir frá þessu.

Bloomberg hefur eftir Vanhanen, að það yrði mjög auðvelt fyrir Íslendinga, að uppfylla aðildarkröfur Evrópusambandsins. „Þeir uppfylla flest skilyrðin og sum þeirra jafnvel betur en meðalríki innan Evrópusambandsins," segir Vanhanen.

Vísað er til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lýst því yfir í nóvember að farið verði yfir alla þætti Evrópustefnu flokksins fyrir flokksþing í janúarlok. Þá hafi Samfylkingin það á stefnuskrá sinni, að sækja um aðild að ESB.

Vanhanen segist hafa beðið José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að byrja að búa ESB undir aðild Íslands. 

„Við vitum hve nauðsynlegt það er fyrir Ísland að við sýnum sveigjanleika við að leysa þessi vandamál ef Ísland vill ganga í Evrópusambandið," segir Vanhanen.

Hann segir að myndi taka Ísland allt frá hálfu ári til 18 mánaða að fá aðild að ESB ef íslensk stjórnvöld ákveða að sækja um. 

Vanhanen segist einnig í viðtalinu hafna þeirri hugmynd, að Ísland taki upp evru sem mynt áður en landið gengur í Evrópusambandið.  „Ég teldi ekki eðlilegt að eiga aðild að evru án þess að vera í ESB. Ég tel að eðlilegast væri að landið fái ESB-aðild fyrst." (mbl.is)

Það er athyglivert,að það væri hugsanlegt fyrir Ísland að fá aðild að ESB á innan við einu ári.Það er ljóst,að aðild gæti tekið mikið skemmri tíma en talað hefur verið um fram að þessu.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"ESB hefur næg fiskimið nú þegar" (Jón Frímann). Þvílík vanþekking! Gríðarlegur aflabrestur hefur orðið í Miðjarðarhafinu og tugþúsundir sjómanna, franskra og spænskra, bætzt í hóp atvinnulausra. Norðursjávar-fiskistofnar eru einnig afar bágt staddir, svo smár fiskurinn þar, að ætla mætti, að haldinn sé uppdráttarsýki. Íslendingar og Norðmenn (í landhelgi beggja landa og í Barentshafinu, auk fiskiræktar) eru fremstir fiskveiðiþjóða í Evrópu. Og við erum engu lakari Evrópumenn en þeir, sem hanga í Stórumömmu í Bryssel. Fleira er vitlaust hjá Jóni Frímanni sem fyrri daginn.

Þú bloggar of hlutlaust eða jákvætt um þetta mál, Björgvin, því að hér var um að ræða íhlutun í málefni annars ríkis. Svona gera menn ekki. Sjálfstæðismenn, sem blogga um málið, eru sammála um það. Stöndum gegn þrýstingi Mattanna og Ollanna frá Finnlandi, eða eru einhverjir aðrir í Ebé að beita þeim fyrir sig í málinu? Það er vitað mál, að margir Bretar telja okkur hafa "rænt" frá sér fiskimiðunum hér norður frá og vilja aftur komast yfir þau. Þeir eru ekki einir um þá löngun meðal Ebé-þjóða. Menn með réttu ráði afhenda ekki fjöregg okkar í hendur annarra aðila til þess að gefa þeim 99% ákvörðunarvald um ráðstöfun og stjórn þessara mála.

Vona að þú sért enn að hugsa þig um í þessu efni, Björgvin

Jón Valur Jensson, 5.12.2008 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband