Fimmtudagur, 4. desember 2008
Seðlabankinn taldi bankana standa vel í júní
Birkir Jónsson þingmaður Framsóknar beindi fyrirspurn til viðskiptaráðherra á alþingi í morgun.Hann sagði,að seðlabankastjóri hefði varað leiðtoga stjórnarflokkanna við sl. vor og sagt,að það væru 0% líkur á því að bankarnir íslensku lifðu af hina alþjóðlegu fjármálakreppu.Spurði hann hvort viðskiptaráðherra hefði ekki verið kunnugt um þessa viðvörun. Viðskiptaráðherra sagði,að Seðlabankinn hefði í mai sl. gefið út skýrslu um efnahagslegan stöðugleika en þar hefði verið sagt,að bankarnir stæðu vel og betur en bankar víða erlendis!Sagði ráðherrann,að þetta hefði verið opinber skýrsla frá Seðlabankanum en hins vegar hefði hann ekki verið á þeim fundi með Seðlabankastjóra sem Birkir vitnaði til.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.