Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill breytingar á ríkisstjórn og Seðlabanka og FME.

Jón Gunnarsson einn fulltrúa sjálfstæðismanna í viðskiptanefnd segir,að Davíð hafi gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega á fundinum í morgun með því að segjast hafa aðvarað ríkisstjórnina og viðskiptabankana mjög alvarlega á undanförnum mánuðum og á nokkuð löngu tímabili um þær aðstæður sem gætu komið upp í íslensku bankakerfi. Jón segir hann einnig hafa gagnrýnt rannsóknina á bankahruninu sem honum finnist ekki vera tekinn nógu alvarlega, né ganga nógu hratt.

.

Jón segir forystumenn ríkisstjórnarinnar eigi nú að gera þær breytingar á ríkisstjórninni og embættismannakerfinu sem þeir “telja að eigi að gera”. Hann segir þetta geta átt við Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og klárlega um ráðherra ríkisstjónarinnar.(eyjan.is)

Þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sem sagt ekki að skafa  utan af hlutunum.Hann vill breytingar á yfirstjórn Seðlabanka og FME og hann vill breytingar á ríkisstjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Að sjálfsögðu á að gera það. Þetta yrði gert í öllum öðrum löndum (Vestrænum löndum)

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband