Innistæður í bönkum hér ekki í hættu

Matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs fyrir erlendar og innlendar skulbindingar niður um fjóra flokka. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir þetta endurspegla hve skuldsett íslenska ríkið sé. Ástæðulaust sé þó að óttast um innstæður í bönkum landsins.(ruv.is)

Fjölmiðlar gera mjög mikið úr lækkun lánshæfiseinkunnar ríkisins og matreiða fréttina þannig,að ætla mætti að spariinnistæðir landsmanna væru í hættu. Gylfi Magnússon dósent segir,að svo sé ekki.Mér finnst stundum,að fjölmiðar geri meira úr vandanum en ástæða er til. Þessi erlendu matsfyrirtæki eru ekki óskeikul. Þau birtu hvað eftir annað mjög jákvæðar einkunnir um bankana áður en þeir féllu og það reyndist ekkert að marka þessar einkunnir. Ríkið hefur lýst því yfir,að það ábyrgist innistæður sparifjár i ísl. bönkum og við verðum að treysta því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband