IMF:Átti Ísland ekki að láta kúga sig?

Fjölmiðlar hafa birt háar tölur um fjármögnunarþörf  íslenska ríkisins á næstu árum vegna lántöku hjá IMF og vegna skuldbindinga,sem ríkið hefur tekið á sig vegna Icesave reikninga.Mbl. hefur birt ítarleg yfirlit yfir þennan kostnað.Þetta eru óhuggulega háar tölur.Þegar þessir útreikningar blasa við renna á mann tvær grímur um það hvort rétt hafi verið að taka lán hjá IMF.Menn spyrja: Var önnur leið? Já,það var önnur leið.Ísland gat  sleppt láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tekið lán hjá vinveittum þjóðum eins og Norðmönnum,Pólverjum,Rússum,Færeyingum og ef til vill Japan og Kanada. Ef það hefði legið fyrir,að Ísland ætlaði ekki að taka lán hjá IMF þá hefðu þessar þjóðir lánað okkur.Þá hefði ekki þurft að bíða eftir IMF. En auk þess hafa sumir hagfræðingar bent á,að ekki var nauðsynlegt fyrir okkur að taka  neitt lán.Við erum að taka lán til þess að endurreisa krónuna,til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum á ný.Ef við hefðum kastað krónunni og tekið upp evru einhliða þá hefðum við ekki þurft neitt lán. Það hefði tekið 2-3 mánuði.En auk þess hefði Ísland ekki þurft neitt lán  þó krónunni hefði verið haldið, ef við hefðum um hríð rekið haftabúskap og ekki tekið upp frjáls gjaldeyrisviðskipti strax.Haftabúskapur hefur að vísu verið tekinn upp  en lán var samt tekið!Ef við hefðum sleppt láninu hjá IMF,þ.e. ekki látið kúga okkur, þá hefðum við ekki borgað meira vegna Icesave reikninganna en sem svaraði eignum bankanna og  því,sem var í tryggingasjóðum bankanna.Auðvitað átti íslenska þjóðin ekki að borga stórar upphæðir vegna  einkabanka,sem fóru óvarlega. Við áttum ekki að láta kúga okkur til þess að gera það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband