Laugardagur, 6. desember 2008
Það verður að kjósa
Það verður að kjósa til alþingis ekki síðar en næsta vor.Það er krafa almennings.Það er krafa þjóðarinnar.Helst hefði fólk viljað fá kosningar strax til þess að láta stjórnmálamenn axla ábyrgð af ástandi efnahagsmála og bankamála.En menn gera sér það ljóst,að ekki er heppilegt að fara í kosningabaráttu og alþingiskosningar á meðan ekki er búið að ljúka brýnustu björgunaraðgerðum vegna bankakreppunnar.En það mætti kjósa strax í mars .Þá verða helstu aðgerðir komnar á koppinn.Og ef ekki verður kosið fyrr en í mai gefst yfrið nægur tími til að undirbúa kosningar og ljúka öllum ráðstöfunum,sem gera þarf vegna efnahags-og fjármálakreppu.
Ein helsta röksemdin með kosningum er sú að það þarf að taka afstöðu til Evrópusambandsins. Það þolir enga bið að bíða með það. Ef þjóðin vill sækja um aðild að ESB er best að gera það strax til þess að það geti orðið liður í endurreisn efnahagslífsins að taka upp evru og ganga í ESB.Það liggur nú fyrir,að það þarf ekki að taka nema 6 mánuði að semja við ESB.Ísland gæti því verið komið í Evrópusambandið um næstu áramót,ef það verður niðurstaðan hjá þjóðinni að ganga þar inn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.