Mótmælin halda áfram í dag

Haldinn verður mótmælafundur á Austurvelli í dag kl. 3.Fundir þessir hafa verið mjög fjölsóttir undanfarna laugardaga,t.d. sl. laugardag þrátt fyrir talsvert frost.Það má búast við,að þátttaka verði enn meiri í dag..Hverju eru menn að mótmæla? Menn eru að mótmæla hruni bankanna og efnahagskreppunni.Menn eru að mótmæla því,að enginn skuli axla ábyrgð á því sem gerst hefur.Eftirlitsstofnanir eins og Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sváfu á verðinum og gerðu ekkert þó  bankakerfið þendist út og lántökur erlendis ykjust stöðugt,þar til bankarnir réðu ekkert við að  endurgreiða lánin.Mótmælafundirnir á Austurvelli hafa krafist þess,að stjórn Seðlabankans færi frá og þeir hafa krafist þess,að forstjóri og stjórn FME færi frá. Mótmælafundirnir hafa krafist þess,að ríkisstjórnin færi frá og ákveðnar yrðu nýjar kosningar. Hörður Torfason,sem skipulagt hefur og stýrt fundum þessum hefur sagt,að fundunum verði haldið áfram þar til orðið verði við kröfum fundanna.Það  má því búast við, fundirnir haldi áfram fram í janúar,þar eð ég hefi ekki trú á því,að það verði orðið við kröfum fundarmanna fyrr en í janúar.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband