Laugardagur, 6. desember 2008
Bretar aflétti hryðjuverkalögum gegn okkur og bæti okkur skaðann
Miklar umræður urðu í gær á alþingi um lánið frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave reikningunum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir bæði málin.Steingrímur J.Sigfússon formaður VG gagnrýndi lántökuna hjá IMF svo mjög,að helst var á honum að skilja,að rangt hafi verið að taka lánið þar. Taldi hann,að Ísland ætti sem fyrst að losa sig út úr því láni.Sagði Steingrímur,að ekkert mætti út af bera,ef Ísland ætti að geta staðið í skilum með greiðslr af láninu.Jón Magnússon formaður þingflokks Frjálslyndra gagnrýndi samninga ríkisstjórnarinnar um Icesave reikningana harðlega. Sagði hann,að ríkisstjórnin hefði tapað miklum og dýrmætum tíma með því að halda því fram,að Ísland þyrfti ekki að ábyrgjast Icesave reikningana. Hann sagði,að ekki kæmi til greina að ljúka samningum við Breta,Hollendinga og Þjóðverja um sparifjárreikningana nema Bretar afléttu fyrst frystingu eigna íslenskra banka í Bretlandi og bættu Íslendingum þann skaða,sem þeir hefðu valdið okkur með beitingu hryðjuverkalaga gegn okkur og frystingu íslenskra bankaeigna í Bretlandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.