Sunnudagur, 7. desember 2008
Guðríðarkirkja vígð í dag
Í dag á öðrum sunnudegi í aðventu verður hin nýja Guðríðarkirkja í Grafarholti í Reykjavík vígð af biskupi Íslands. Aðeins eru liðnir fjórtán mánuðir síðan fyrsta skóflustungan var tekin og verkið hefur gengið mjög vel..
Farin var ný leið við kirkjubygginguna þar sem ákveðið var að kanna hvort hægt væri að reisa kirkju á skömmum tíma í nýju hverfi með alútboði. Var talið mikilvægt að kirkja risi sem fyrst í hinu nýja hverfi og stuðlað að því að svo gæti orðið. Sú stefna var mörkuð í upphafi að messurými og safnaðaraðstaða væri sem best út garði gerð en jafnframt að fyllsta aðhalds væri gætt varðandi kostnað. Það virðist hafa gengið eftir.Guðríðarkirkja verður vígð kl. 2 í dag.Kirkjan er kennd við Guðríði Þorbjarnardóttur biskupamóður,sem var víðförlust kvenna á miðöldum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.