Sunnudagur, 7. desember 2008
Jón Daníelsson: Þurfum ekkert lán
Jón Danielsson hagfræðingur í London var í þætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgunni í morgun og í Silfri Egils. í dag. Hann ræddi efnahagsmálin og bankakreppuna. Hann sagði: Við þurfum ekkert erlent lán hvorki frá IMF eða "vinaþjóðum" okkar. Við þurfum ekki að greiða Ice save reikningana miðað við álit íslenskra lögspekinga.Og því þurfum við ekki erlend til þess að greiða þær skuldir. Og við þurfum ekki að nota lánið frá IMF. Það getur legið hér´ ónotað. Það átti að vera til þess að koma krónunni á flot og koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. En nú eru gjaldeyrishöft og á meðan þarf ekki að nota lánið.Ef við höldum gjaldeyrishöftum eða tökum upp annan gjaldmiðil einhliða þurfum við engin erlend lán. Jón sagði,að það væri mikil hætta á því,að Ísland gæti ekki staðið undir öllum þeim erlendu lánum sem nú væri rætt um að taka.Og þess vegna væri betri kostur að taka engin lán og borga ekki Icesave þó það kostaði um skeið óvild nokkurra þjóða.Hvorugur kosturinn væri góður en skárri kostur að taka engin lán.Við yrðum fljót að ná okkur út úr kreppunni með því að taka engin lán.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.