Kaupmátturinn hrynur

Kaupmáttur launa minnkar nú jafnt og þétt og hefur ekki mælst lægri síðan í lok árs 2005. Alþýðusambandið hefur áhyggjur af stöðu mála.

Fólk fær sífellt minna fyrir launin sín. Þetta sýna nýjar tölur um þróun kaupmáttar. Ef horft er á tímabilið október 2007 til sama mánaðar í ár - kemur í ljós að verðbólga mældist tæp 16 % á meðan laun hækkuðu að meðaltali um tæp 9 %. Vegna þessa hefur kaupmáttur rýrnað á tímabilinuum 6,1 %. Hann er nú svipaður og fyrir þremur árum - sem þýðir að almenningur getur keypt svipað mikið fyrir launin sín í dag og það gat undir lok árs 2005. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Fjallað er um þessa stöðu á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. Þar á bæ eru menn ekki bjartsýnir á framhaldið, þeir segja að í ljósi þess að verðbólga gæti enn átt eftir að aukast sé hætt við að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstunni. Þetta sé áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafi safnað upp miklum skuldum - bæði með verðtryggðum innlendum lánum og lánum í erlendri mynt. Mörg heimili sjá því fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum. (ruv.is)

Það er alvarlegt mál,að kaupmátturinn hafi þegar  hrapað um  rúm 6%. Lífeyrir aldraðra hefur rýrnað álíka mikið . Í baráttunni   framundan þarf að verja lífskjör láglaunafólks,aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband