Sunnudagur, 7. desember 2008
VG í baráttuhug
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á aukaflokksráðsfundi í dag að það væri misnotkun á lýðræðinu að boða ekki til kosninga.
Fundurinn var haldinn á Grand Hótel og kemur í kjölfar tveggja skoðanakanna sem mæla fylgi flokksins í um 30%. Lagt var fram aðgerðarplan en þar er að finna tillögur um að sett verði þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og að vaxtabætur hækkaðar.
Þá leggja Vinstri græn til að öll nauðungaruppboð verði stöðvuð næstu 2-3 mánuði og að opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum og nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun. En síðast en ekki síst er það krafa Vinstri grænna að boðað verði til kosninga eigi síður en síðla veturs eða næsta vor.
Steingrímur J. Sigfússon sagði að ríkisstjórninni hefði mistekist að skapa nauðsynlegt traust og trúverðuleika undanafarnar vikur (visir.is)
Ég er sammmála VG um að boða þarf til kosninga næsta vor. Ég tel það nauðsynlegt svo ráðherrar og þingmenn geti axlað ábyrgð af fjármálakreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.