Mannréttindi eru brotin hér á landi

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er 60 ára.Íslendingar tala mikið um nauðsyn mannréttinda og fordæma mannréttindabrot erlendis.En á sama tíma eru mannréttindi brotin hér á landi. Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðaði,að kvótakerfið í sjávarútvegi á Íslandi fæli í sér mannréttindabrot.Kerfið væri ósanngjarnt og þegnum landsins væri mismunað við úthlutun veiðiheimilda.Úrskurður nefndarinnar var sendur ríkisstjórn Íslands og óskað úrbóta á kerfinu. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórnin  maldaði í móinn og sagði erfitt að breyta kerfinu,a.m.k. tæki það langan tíma.Þegar mannréttindi eru brotin er ekki unnt að leiðrétts það á löngum tíma. Það verður að gera það strax.Svar sjávarútvegsráðherra til Mannréttindanefndar Sþ. var til skammar.Það verður strax að breyta kvótakerfinu og afnema mannréttindabrotin.Annað er ekki sæmandi Íslendingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband