Mánudagur, 8. desember 2008
Á að afhenda útlendingum veiðiheimildir okkar?
Fréttablaðið segir frá því á forsíðu í morgun,að erlendir kröfurhafar,erlendir bankar,geti eignast Nýja Kaupþing.Einnig segir í sömu frétt,að erlendir kröfuhafar geti eignast hlut í Glitni. Sagt er að erfiðara sé að koma Nýja Landsbankanum í hendur erlendra kröfuhafa og banka.En það er greinilega mikill vilji fyrir því að koma bönkunum úr höndum þjóðarinnar yfir í hendurnar á útlendingum! Samtök atvinnurekendura hafa einnig barist harðlega fyrir því að losa okkur við' bankana og koma þeim í hendur útlendinga. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það,að ef erlendir bankar eignast nýju íslensku bankana þá eignast þeir veiðiheimildir okkar um leið.Skuldir útgerðarinnar,600-800 milljarðar, eru í ríkisbönkunum nýju og útgerðin hefur veðsett veiðiheimildirnar fyrir þessum skuldum.Hvað halda menn,að gerist þegar útlendingar eru búnir að eignast bankana? Halda menn að erlendu kröfuhafarnir gefi íslenskum utgerðarmönnum skuldirnar eftir? Nei,ekki aldeilis.Það er frekar að þeir gangi að íslenskum útgerðarmönnum og hirði veiðiheimildirnar.Mér sýnist nákvæmlega það sama vera að gerast hér og gerðist í aðdraganda bankahrunsins. Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Stjornvöld eru alveg græn í þessu máli og telja enga hættu á ferðum. En það verður sagt annað þegar við vöknum upp við það,að útlendingar eru búnir að hirða allar okkar veiðiheimildir. Það verður að spyrna við fæti strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.