Lífeyrissjóðir þurfa að gera betur við maka lífeyrisþega

Mikið er rætt um lífeyrissjóðina um þessar mundir.Það sætir gagnrýni hvernig lífeyrissjóðirnir haga fjárfestingum sínum. Lífeyrirsjóðir áttu hlutafé í  öllum bönkunum og það er nú glatað.Lífeyrissjóðir hafa fjárfest mikið erlendis og það hefur gefist misvel,stundum vel en stundum illa. Nauðsynlegt er að setja skýrari reglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Sumir lífeyrisþegar kvarta yfir því hvað þeir þurfa að greiða mikið í lífeyrissjóð alla ævi og hvað þeir fá síðan lítið út úr lífeyrissjóði,þegar þeir hætta að vinna.Ef lífeyrisþegi fellur frá um leið og hann kemst á lífeyrisaldur fær hann aldrei neitt úr lífeyrissjóði og maki hans fær aðeins hálfan lífeyri.Það er of lítið. Það þarf að hækka þetta hlutfall,t.d. í 2/3.Ef til vill mætti hafa hlutfall lífeyris til maka hærra,ef lífeyrisþegi hefur ekkert eða lítið fengið úr lífeyrissjóði. Það er ekki réttlátt,að lífeyrissjóðurinn hirði mikið af því sem lífeyrisþegi hefur greitt í sjóðinn alla ævi.  og lifeyrisþeginn eða maki hans fái sáralítið úr sjóðnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Algerlega sammála þessu og það "Var" sannanlegt svigrúm til þess. 

Tekið af Live.is

Áætluð staða um áramót

Áætlun bendir til óbreyttra lífeyrisréttinda

Þar sem fyrir liggur að yfirstandandi fjármálakreppa hefur leitt til verðfalls á verðbréfasafni lífeyrissjóðsins hefur verið gerð tryggingafræðileg úttekt á stöðu lífeyrissjóðsins miðað við næstu áramót á grundvelli áætlaðra stærða. Niðurstöðurnar sýna áætlaða neikvæða stöðu sjóðsins um 9,6% um næstu áramót. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveða á um að ef munur eignarliða og skuldbindinga fer umfram 10% verði að grípa til ráðstafana. Reynist niðurstaða ársins í samræmi við áætlun tryggingafræðingsins þarf ekki að koma til lækkunar lífeyris og réttinda um næstu áramót. Frá 1997 hafa lífeyrisréttindi verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.

Hvernig er hægt að hækka lífeyrisréttindi um 21,1% umfram verðlagsbreytingar og tapa 30-40% af öllum eignum sjóðsins án þess að skerða réttindi ?????

Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 10 ára var 6,9% eða rétt umfram meðalraunávöxtun verðtryggðra innlánsreikninga.

Það er undarleg stærðfræði í gangi hjá þessum aðilum sem hafa svo ákaft gert lítið úr því sem ég hef verið að benda á.

Hvað segir þessi yfirlýsing um ádeilur mínar á lífeyrissjóðskerfið að við séum að fá alltof lítið út miðað við það sem fer inn og að samtrygingin sé ekki nærri eins dýr og menn vilja láta.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.12.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband