Vill VG í stjórn með Samfylkingu?

Á auka flokksráðsfundi VG   um helgina var samþykkt,að fram ætti að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB.Stjórnmálafræðingar túlka þessa ályktum sem svo,að hún opni á stjórnarsamstarf við Samfylkinguna. Með þessari ályktun segir VG, að  flokkurinn vilji láta þjóðina ákveða hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.Þetta gæti vissulega opnað á ríkisstjórn Samfylkingar og VG þar eð Samfylkingin  setur aðild að ESB á oddinn. Þessi ályktun VG þrýstir einnig á Sjálfstæðisflokkinn að breyta stefnu sinni í Evrópumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband