Þriðjudagur, 9. desember 2008
Látum ekki útlendinga hirða af okkur kvótann
Það er mikil hætta á því nú,að útlendingar hirði af okkur fiskveiðikvótann ,ef við hleypum erlendum kröfuhöfum inn í bankana.Það má ekki gerast. Það verður að koma í veg fyrir það með öllum ráðum.
Að mínu mati mega útlendingar ekki eiga nema 15-20% í bönkunum.Þeir mega alls ekki eignast ráðandi hlut,þar eð þá geta þeir hrifsað til sín kvótana,auðlind okkar.Útgerðin skuldar um 700 milljarða í ríkisbönkunum.Hún hefur veðsett veiðiheimildirnar fyrir þessum skuldum.Ef erlendir bankar eða aðrir kröfuhafar eignast ríkisbankana geta þeir gjaldfellt skuldir útgerðarinnar og hirt kvótana.Við höfuð áður fengið að kenna á erlendum bönkum.Landesbank í Þýskalandi var búinn að gefa Glitni fyrirheit um rúmlega 20 milljarða lán eða framlengingu á láni en kippti að sér hendinni og hætti við.Það var þessi gerningur,sem setti Glitni á hausinn.Seðlabankinn vildi ekki lána þessa fjárhæð heldur þjóðnýtti Glitni þó bankinn hefði ekki heimild til þess.Erlendir bankar lokuðu öllum lánalínum til Íslands og íslensku bankarnir hrundu eins og spilaborg.Erlendir bankar stunda enga félagsmalastarfsemi.Þeir munu sýna íslenskum skuldurum fulla hörku ef þeir eignast íslensku bankana.Þeir munu þá hirða af okkur kvótann. Við verðum að koma í veg fyrir,að þeir fái aðstöðu til þess.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.