Þriðjudagur, 9. desember 2008
Rúmlega helmingur telur mótmæla-og borgarafundi endurspegka viðhorf þjóðarinnar
Rúmur helmingur svarenda í nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf. (MMR) telur að mótmæla- og borgarafundir endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Könnunin var gerð 2.-5. desember. Alls svöruðu 2.464 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára könnuninni. Telja 55,4% svarenda að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.
Mikill munur mælist á afstöðu fólks eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Um 10% þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn telja að fundirnir endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar en tæp 57% samfylkingarfólks og rúm 82% vinstri grænna sem telja þá endurspegla viðhorf meirihluta þjóðarinnar.(mbl.is)
Ég er sammála niðurstöðu könnunarinnar.Ég tel,að viðhorf mótmæla-og borgarafunda endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Þetta viðhorf verður ekki hundsað. Þess vegna verður sem fyrst að ákveða nýjar kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.