Þorsteinn Pálsson: Sjávarútvegi borgið í ESB

þorsteinn Pálsson ritstjóri  Fréttablaðsins skrifar athyglisverðan leiðara í blað sitt í  dag. Þar segir hann,að regla ESB um hlutfallslegan stöðugleika  tryggi aðildarríkjunum sömu veiðiheimildir og þær höfðu áður.Hér hafa engar aðrar þjóðir veitt um langan tíma og því á engin önnur þjóð rétt á veiðiheimildum hér,segir Þorsteinn.Þetta er rétt. Hitt er annað mál,að veiðiheimildirnar yrðu gefnar út í Brussel eftir að Ísland væri gengið í ESB.Þrátt fyrir það sem Þorsteinn segir tel ég að  Ísland eigi að leita eftir undanþágum fyrir sjávarútveg sinn, þ.e. undanþágum sem tryggi Íslandi full yfirráð yfir fiskimiðum sínum.Það má beita ýmsum röksemdum í því skyn svo sem að Ísland er á fjarlægum norðurslóðum,er eyland og atvinnuvegir í landinu eru mjög einhæfir  og þjóðin mjög fámenn.Vegna fjármálakreppunnar ætti að vera auðveldara að fá undanþágu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband