Upplausn á alþingi

Upplausn varð á alþingi í gær vegna mótmæla nokkurs hóps unglinga,sem voru með háreisti á þingpöllum. Fyrst var fundi af  þessum sökum frestað  í 10 mínútur,Síðan var fundi hvað eftir annað frestað.Var það mjög ótraustvekjandi,að alþingi skyldi ekki geta haldið fundi vegna unglinganna. Betra hefði verið að fresta fundi til kvölds eða fella fund niður þennan daginn.

Erfiðlega gekk að fjarlægja unglingana sem voru með ólæti. Öryggisgæsla virðist alls ekki hafa verið nægi í þinghúsinu en úr því verður bætt. Það þarf að vera það öflug og ströng öryggisgæsla í þinghúsinu,að þingfundir geti haldið þar áfram án truflana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband