Miðvikudagur, 10. desember 2008
Aldraðir þurfa 282 þús. á mánuði
Hagstofan birti í dag niðurstöðu nýrrar neyslukönnunar sem sýnir meðaltals neysluútgjöld heimilanna í landinu.Samkvæmt henni nema meðaltals útgjöld einstaklinga (einhleypinga) kr. 281,860 á mánuði.Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað að þegar lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum er ákveðinn eigi að miða við neyslukönnun Hagstofunnar.Samfylkingin hafði þessa viðmiðun einnig á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar.Lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum er í dag aðeins 150 þús. kr. á mánuði.Það vantar því mikið upp á að þessu markmiði samtaka aldraðra og Samfylkingar verði náð.
Nýjasta neyslukönnun Hagstofunnar var gerð 2005-2007.Hún leiddi í ljós,að meðaltals neysluútgjöld einstaklinga væru kr. 235.275 á mánuði.Síðan hefur vísitala neysluverðs hækkað um 19,8% eða um kr 46.585.Alls gera það 281.860 kr.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.