Tekjur ríkisins lækka um 70-80 milljarða

Búast má við að tekjur ríkisins minnki um 70-80 milljarðar króna frá fyrstu umræðu fjárlaga í byrjun október. Þetta er samkvæmt nýrri tekjuáætlun ríkisins. Ríkisstjórnin áformar umfangsmiklar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Menn binda enn vonir við að hægt verði að ræða fjárlögin á Alþingi á föstudag.

Samkvæmt dagskrá Alþingis er fundur í fjárlaganefnd þingsins klukkan sex í kvöld. Á þeim fundi stendur til að ríkisstjórnin kynni fyrir nefndinni breytingatillögur sínar við fjárlagafrumvarp næsta árs.

Eins og staðan er núna er allt eins víst að þær tillögur verði ekki tilbúnar á þessum tíma og þá frestist fundurinn þangað til í fyrramálið.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í byrjun október. Síðan þá hefur allt breyst, bankahrun, neyðarlög og síðan samkomulagið við alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það er því von á umfangsmiklum breytingum á frumvarpinu af hálfu ríkisstjórnarinnar þar sem verulega á að hagræða í ríkisrekstrinum og skera niður.

Tekjufallið verður mikið en búast má við að tekjur ríkisins minnki úr 450 milljörðum í um 370 milljarða eða um 70-80 milljarða króna. Enn binda menn vonir við að ræða fjárlagafrumvarpið á Alþingi á föstudag en fjölmörg frumvörp bíða enn afgreiðslu, þeirra á meðal fjáraukalög þessa árs.(ruv.is)

Gæta þarf þess við endurskoðun fjárlagafrv, að skera ekki niður útgjöld til velferðarmála. Nú þegar atvinnuleysi eykst og kaupmáttur hrapar vegna verðbólgu er nauðsynlegt að velferðarkerfið standi sterkt.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband