Fimmtudagur, 11. desember 2008
Tekjuskattur hækkaður um 1 prósentustig
Vörður verður staðinn um velferð, menntun og löggæslu segir ríkisstjórnin, þrátt fyrir 45 milljarða króna niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu, sem forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í morgun.
Fjárlagafrumvarpið var lagt fram 1. október síðastliðinn en mikið hefur breyst frá þeim tíma. Ef frumvarpið hefði farið í gegn um þingið óbreytt samþykkt óbreytt þýddi það halla á ríkissjóði upp á 215 milljarða.
Við því þurfti að bregðast - fjárlagafrumvarpinu hefur því verið breytt og þær breytingar voru kynntar í morgun.
Til að auka tekjur verður tekjuskattur einstaklinga hækkaður um 1 prósentustig - fer úr 22,75% í 23,75%. Það eykur tekjur ríkissjóðs um 7 milljarða. Sveitarfélögin fá einnig heimild til að hækka útsvar sitt um hálft prósentustig.
En það þarf líka að spara. Dregið verði úr framkvæmdum um 11 milljarða, dregið úr rekstrarkostnaði sem nemur 13 milljörðum.
Gert er ráð fyrir almennum samdrætti í rekstri ráðuneyta - hann verði á bilinu 5-7%. Helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð, sem þýðir að væntanlega verður hætt við framkvæmdir upp á 5,5 milljarða króna.
Frestað verður að kaupa nýja flugvél og varðskip til landhelgisgæslunnar, dregið verður úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingingu á vegum stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest. Og svo eru það tilfærslurnar eins og það er orðað, sem snúa að ýmsum bótagreiðslum. Þar segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, að það eitt hafi verið haft að markmiði að vernda þá sem hafi lökustu kjörin. Passað verði upp á þá og líka þá sem eru með þunga framfærslu eins og ungt fólk með börn. Þar að leiðandi verði ekkert hróflað við barnabótunum og
vaxtabótunum.
Þrátt fyrir mikinn niðurskurð nú er ljóst að frekari aðgerða er þörf. Um það sagði forsætisráðherra að það væri ekkert ósennilegt að það verði blandað saman einhverri tekjuöflun og niðurskurði þegar þurfi að ganga lengra. (mbl.is)
Þeir,sem verst eru staddir fá fullar verðlagsuppbætur á bætur almannatrygginga en hinir fá nokkra raunskerðingu þar eð bætur þeirra hækka ekki alveg í samræmi við verðbólgu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.