Fimmtudagur, 11. desember 2008
Velferðarkerfið varið
Við endurskoðun fjárlagafrv. fyrir næsta ár hefur Samfylkingin lagt áherslu á að verja velferðarkerfið.
Á heimasíðu Samfylkingarinnar er fjallað um fjárlagafrumvarpið.Þar segir svo:
"Staðinn er vörður um áður kynntar kjarabætur til millitekju og láglaunahópa, bæði í formi hækkaðra barnabóta og vaxtabóta.Lággmarks framfærslutrygging lífeyrisþega hækkar um 19,9% úr 150 þúsund krónum í 180 þúsund og hafa kjör verst settu lífeyrisþeganna aldrei verið hærri í samanburði við lægstu laun í landinu. Aðrar bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækka um 9.6% frá 1. janúar.
Áætlun um uppbygging í þágu aldraðra, m.a. á 400 nýjum hjúkrunarrýmum og 380 rýmum til að útrýma fjölbýlum verður óbreytt. Frítekumark öryrkja og aldraðra verður hækkað í tæp 110 þúsund og aðrar kjarabætur lífeyrisþega undanfarið ár munu standa, m.a. afnám makatenginga, frítekjumörk öryrkja vegna lifeyrissjóðstekna, 25.000 kr. lífeyristrygginga ofl. Um áramótin verða skerðingar vegna séreignarsparnaðar lífeyrisþega afnumdar.Mikilvægt er að vita að frítekjumark 70 ára og eldri verður eins og hjá öðrum, í stað ótakmarkaðs áður og að framvegis munu fjármagnstekjur koma 100% til skerðingar í stað 50% áður. 90.000 kr frítekjumark vegna fjármagnstekna mun gilda fyrir alla.
Rekstur velferðarsviða almannaþjónustunnar (framhaldsskólar sjúkrahús heilsugæslustöðvar) verða fyrir óverulegum skerðingum svo og málefni fatlaðra.
Þessi stefnumörkun Samfylkingarinnar að verja kjör þeirra sem minnst hafa á sama tíma og laun eru almennt að lækka í samfélaginu, sérstaklega hjá þeim hæstlaunuðu, mun skila sér í auknum launajöfnuði í samfélaginu. Það er mikilvægt, þó auðvitað vilji menn frekar sjá jöfnun uppá við fremur en niður á við. Það verður að koma seinna."
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.