Þarf að stokka upp stjórnina?

Það eru mikil umbrot í   íslensku samfélagi í dag.Almenningur er óánægður og margir reiðir vegna hruns bankanna og óðaverðbólgu.Lífskjörin hafa hrapað niður. Atvinnuleysi eykst mikið.Enginn vill axla ábyrgð.Ef ríkisstjórnin bregst ekki við þessu ástandi með  því að axla pólitíska  ábyrgð getur soðið upp úr  hjá almenningi.Ríkisstjórnin á tvo kosti í stöðunni: Hún getur stokkað stjórnina upp,látið einhverja ráðherra hætta og tekið nýja inn eða tilkynnt,að hún hafi ákveðið að láta kjósa til alþingis seint í vetur eða næsta vor. Ríkisstjórnin reynir að vinna  tíma.Hún vill gera sem mest til þess að bæta ástandið áður en hún velur annan kostinn,sem nefndur var hér að framan.En ég  held hún eigi aðeins þessa tvo kosti.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband