Fimmtudagur, 11. desember 2008
Skorið niður um 4 milljarða í almannatryggingum
Þeir Steingrímur J. Sigfússon (VG) og Kristján Þór (D) tókust á í Kastljósi í kvöld um fjárlögin. Fram kom,að niðurskurður í almannatryggingum nemur 4 milljörðum.Lægstu bætur haldast óbreyttar að verðgildi en aðrar tryggingabætur lækka um 10% að raungildi.Steingrímur J. gagnrýndi þennan niðurskurð harðlega. Tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig.Mest er skorið niður í vegaframkvæmdum en einnig er mikið skorið niður í ráðuneytunum.
Spurning er sú hvort harkalegur niðurskurður hefnir sín í auknu atvinnuleysi og auknum bótum á öðrum sviðum,atvinnuleysisbótum og framfærslubótum hjá sveitarfélögum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.