Mánudagur, 15. desember 2008
Álveri við Bakka frestað.Hætt við stækkun í Straumsvík
Rio Tinto Alcan er hætt við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Einnig er ljóst að fyrirhuguð bygging álvers á Bakka verður ekki á dagskrá næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við áhugasama orkukaupendur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Jacynthe Côté, forstjóri Rio Tinto Alcan, tilkynnti Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra þá ákvörðun á miðvikudag að ekkert yrði af fjörutíu þúsund tonna stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirtækið ætlaði að stækka álverið á næsta ári innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi Hafnarfjarðar. Framleiðslugeta álversins átti þannig að fara úr 185 þúsund tonnum í 225 þúsund tonn. (mbl.is)
Þetta eru slæmar fréttir.Ég gerði mér vonir um að framkvæmdir við stækkun álvers í Straumsvík og bygging álvers við Bakka mundu geta hjalpað okkur í kreppunni en nú þurfum við á öllum nýjum framkvæmdum að halda. En mikil verðlækkun á áli og rekstrarerfiðleikar Rio Tinto Alcan setja strik í reikninginn.
Björgvin Guðmundsson
Hætt við stækkun í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Vertu feginn að ekki var lagt af stað í þessar framkvæmdir. Skuldastaða tveggja stærstu orkuvera landsins í opinberri eigu er upp á 550 milljarða íslenskra króna. Hvernig heldurðu að muni ganga að greiða af því með lækkandi álverði?
,,Stóru lausnirnar" eru ekki endanlega þær bestu. Orkuna má nota í ýmsan smáiðnað, nóg er af framkvæmdaseminni í þessu landi.
Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.