Mánudagur, 15. desember 2008
Ríkisstjórnin tekur tillit til almennings
Ummæli Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde um helgina um hugsanlegar breytingar á ríkisstjórninni benda til þess að leiðtogar stjórnarinnar ætli að taka tillit til
óska almennings. Fréttablaðið hefur sagt,að breytinga á ríkisstjórninni sé að vænta um áramót. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessu efni.
Það er ákveðin krafa almennings,að gerðar verði breytingar.Aðalkrafan er sú,að efnt verði til kosninga næsta vor eða fyrr. Aðrar kröfur eru þær að breytingar verði gerðar á yfirstjórn Seðlabanka og FME.Sumir vilja, að gerðar séu breytingar á ríkisstjórn,t.d. hefur forseti ASÍ sett fram þá kröfu.
Ingibjörg Sólrún sagði um helgina,að búast mætti við breytingum á yfirstjórn Seðlabanka,FME og á ríkisstjórn.Ég fagna því,ef svo verður,þar eð þá eru menn að axla ábyrgð.Svo alvarlegir hlutir hafa gerst í íslensku samfélagi ,að þeir sem bera ábyrgðina verða að axla ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórnin verður að fara frá og efna til kosninga.- Það er búið að dragast alltof lengi að ná í þá sem hafa dregið sér fé (í raun og veru stolið peningunum okkar) og komið þeim fyrir í skattaparadísum erlendis. Hvað er ríkisstjórnin að gera? Hvenær ætlar hún að lækka launin sín og annara sem eru hálaunaðir í ríkisstofnunum? Að axla ábyrgð væri að gera þetta strax og slíta stjórnarsamstarfinu. Þá er von á að Samfylkingin lifi.
Svanur Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:23
Þetta er ekki að axla ábyrgð Björgvin. Bara að tala um hlutina en gera ekkert. Það þarf að finna þessa menn sem eru sekir og hafa stolið peningunum okkar og setja þá strax af sem hafa hilmað yfir með þeim, mennina í Fjármálaeftirlitinu. Kosningar sem fyrst og ekki seinna en í maí.
Svanur Jóhannesson, 15.12.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.