Kvótann í hendur þjóðarinnar strax

Samfylkingin lagði kvótamálið til hliðar fyrir síðustu kosningar.Ég var mjög óánægður með það.Ég tel,að kvótamálið  sé stærsta og mikilkvægasta mál Samfylkingarinnar.Það er mesta réttlætismálið að leiðrétta kvótakerfið.Við endurskoðun stjórnarsáttmálans verður kvótamálið að vera eitt stærsta málið.

Nú verður  þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar ekki frestað lengur. Þjóðin verður strax að innkalla allar veiðiheimildir,taka þær í eigin  hendur og úthluta þeim á ný gegn gjaldi sem rennur í ríkissjóð eða bjóða Þær upp.Skuldir útgerðarinnar,7-800 milljarðar eru í ríkisbönkunum.Ríkið á allar veiðiheimildir en það á einnig skuldir útgerðarinnar. Það  má hugsa sér að liðka eitthvað til fyrir útgerðinni þegar veiðiheimildirnar eru kallaðar inn. En það þolir enga bið að það verði gert. Þjóðin þarf að nýta allar auðlindir sínar.Ríkissjóður þarf á  fjármunum að halda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband