Fjársterkur aðili stöðvaði frétt í DV

Reynir Traustason, ritstjóri DV segist íhuga málsókn gegn Ríkissjónvarpinu vegna upptöku af trúnaðarsamtali hans við undirmann sinn sem spiluð var í Kastljósi í kvöld. Reynir segist jafnframt munu meta eigin stöðu vegna málsins og ef hann meti það svo að hann skaði DV muni hann segja af sér ritstjórn.(mbl.is)

Upptakan sem birt var í Kastljósi leiðir í ljós,að einhver voldugur aðili krafðist þess,að frétt um Sigurjón Árnason fyrrv. bankastjóra Landsbankans yrði stöðvuð.Reynir Traustason ritstjóri varð við kröfunni og stöðvaði fréttina.Blaðamaðurinn,sem skrifaði fréttina er hættur á DV.Hann kvaðst hafa orðið að segja frá þessu og lét Kastljós fá upptökuna.

Hér er alvarlegt mál á ferðinni. Það er staðfest hér,að einhver peningamaður  hótar dagblaði og hótunin dugar til þess að frétt er stöðvuð.Þetta er ógnun við prentfrelsið,ógnun við tjáningarfrelsið.Ég er hissa á því að ritstjóri DV skyldi láta kúga sig.Það er síðan önnur saga,að blaðamaðurinn átti ekki að taka upp trúnaðarsamtal og birta í RUV.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Af hverju talarðu ekki hreint út ? það er á tæru að það er stórvinur Sigurjóns og fyrrverabdi yfirmaður í LÍ nefnilega sjálfur Björgólfur GUðmundsson sem á prentsmiðjuna m.a.

Skarfurinn, 15.12.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki má gleyma því að Hreinn Loftsson (Baugsmálpípa) er eigandi blaðsins.  Allt lyktar þetta nú frekar illa verð ég að segja.  En hvað með Lúðvík Bergvinsson, á kafi í sukkinu eins og fleiri.  Mér skilst að fullt af óþverra eigi enn eftir að koma upp á yfirborðið, og þar eru víst þingmenn Samfylkingarinnar ekki undanskildir.

Sigurður Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ef það er krafa þjóðarinnar og fjölmargra þingmanna að bankaleynd verði afnumin svo sannleikurinn komi í ljós, hví í ósköpunum má ekki lyfta lögum um segulbandsupptökur af einkasamtölum þar sem verið er að bera dylgjur, lýgi og óhróður á hina og þessa málsmetandi menn, svo ekki sé talað um blaðamanninn sjálfan sem var rekinn fyrir það eitt að standa á sínu? 

Hver er munurinn á sannleika?  Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 16.12.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband