Lífeyrir aldraðra á að vera 282 þús. á mánuði

Fyrir nokkrum dögum var birt  ný könnun Hagstofunnar á  meðaltalsútgöldum heimilanna í landinu til neyslu.Samkvæmt þessari könnun nema neysluútgjöld einstaklinga ( einhleypinga) 282 þús. kr. á mánuði ( að viðbættri hækkun neysluvísitölu frá gerð könnunarinnar).Skattar eru ekki inni í þessari upphæð.Landssamband eldri borgara og Félag   eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað að miða eigi lífeyri aldraðra við þessa neyslukönnun Hagstofunnar.Samfylkingin sagði í kosningastefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar,að hækka ætti  í áföngum lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofunnar.

Lífeyrir aldraðra einstaklinga frá almannatryggingum,þ.e. þeirra,sem ekki hafa aðrar tekjur er í dag 150 þús. kr. á mánuði,þ.e. fyrir skatt.Eftir skatt   eru þetta kr. 130 þús. kr. á mánuði.Það er sambærileg tala við 282 þús. kr. á mánuði.Það vantar því  152 þús. kr. á mánuði upp á að lífeyir aldraðra nái neyslukönnun Hagstofunnar. Nú hefur ríkísstjórnin tilkynnt,að  þessar lágmarksbætur,150 þús. á mánuði fái fulla verðlagshækkun um áramót og hækki þá um 30 þús. á mánuði,þ.e. fari í 180 þús. kr.En þá vantar raunhækkun á þessar bætur.Ég tel,að fyrsti áfangi raunhækkunar ætti að vera 45 þús. kr. á mánuði,þ.e. þriðjungur  af mismun lífeyris og neysluútgjada.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband