Sif vill verða varaformaður

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins en á flokksþingi Framsóknarflokksins 16.-18. janúar n. k. verður ný forysta flokksins valin. Valgerður Sverrisdóttir gegndi varaformannsembættinu þar til í síðasta mánuði er hún tók við sem formaður flokksins eftir að Guðni Ágústsson sagði af sér.

Á vef Sivjar kemur fram að hún telji ástæðurnar fyrir fylgistapi Framsóknarflokksins í  síðustu alþingiskosningum séu fleiri en ein.

„Í tólf ára stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum tókst flokknum ekki nægjanlega vel að leggja áherslu á þann hugmyndafræðilega mun sem er á þessum flokkum.

Síðustu árin var frjálshyggjan orðin sá gullkálfur sem hluti þjóðarinnar dansaði í kringum ýmist viljugur eða óviljugur.

Afleiðingarnar blasa nú hvarvetna við.

Innbyrðis átök hafa einnig reynst flokknum dýrkeypt.

Menn hljóta að hafa lært af þeim mistökum.

Þjóðin stendur á tímamótum.

Mörg verkefni eru framundan í íslenskum stjórnmálum.

Þjóðin þarf að öðlast sjálfstraust að nýju og hefja sókn til farsælla samfélags.

Ljóst er að erfiður tími fer í hönd og mikil vinna, en í henni felast einnig mörg tækifæri.

Ég er reiðubúin að taka þátt í þeirri vinnu af fullum krafti.

Framsóknarflokkurinn stendur einnig á tímamótum.

Hann þarf að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu alþingiskosningum þannig að hann verði áfram sú kjölfesta í stjórnmálum sem hann hefur lengi verið.(mbl.is)

Mér líst vel á framboð Sifjar. En ég hefði talið enn betra,að hún hefði  boðið sig fram til formanns.

Forustumenn Framsóknar eru nú allir að átta sig á því að þeir voru of lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og villtust af leið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Siv býður sig fram til embættis varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband