Þriðjudagur, 16. desember 2008
Björgvin ætlar ekki að segja af sér sem ráðherra
Viðskiptaráðherra sér enga ástæðu til að segja af sér en segir það í höndum formanns flokksins hvort hann sitji áfram á ráðherrastóli. Háværar raddir eru um að viðskiptaráðherra verði settur af.
Björgvin G. Sigurðsson sagði í samtali við fréttastofu ekki vera kunnugt um að hann víki sem viðskiptaráðherra. Hann gefur ekki mikið fyrir heimildir sem segi að hann verði settur af.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hún útilokaði ekki ráðherrabreytingar áður en árið er á enda. Björgvin er ekki hræddur um sína stöðu.
,,Nei, nei ég er ekki hræddur við neitt," sagði Björgvin og bætti við að það sé formaðurinn sem taki ákvarðanir um breytingar á ráðherraliði flokksins.
Björgvin vissi ekki um þjóðnýtingu Glitnir fyrr en nánast var búið að ganga frá samningnum, hann vissi ekki af uppsögnum innan Landsbankans og að kjör starfsmanna myndu skerðast fyrr en eftirá, Laun Kaupþingsforstjóra komu honum á óvart, hann vissi ekki af hlutbréfaeign Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í Fjármálaráðuneytinu í Landsbankanum, hann vissi ekki af persónulegum ábyrgðum stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum og hann hefur ekk hitt og fundað með Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra í ár.
,,Þú getur líka talið upp nokkur þúsund mál sem ég vissi af." Auðvelt sé að gera störf einhvers tortryggileg ef það er vilji fyrir því.
Það er ekki siður að ráðherrar segi af sér á Íslandi. Benda þeir á að þeir hafi ekki gert neitt lagalega rangt, bankakerfið er hins vegar hrunið og er þá óeðlileg krafa um að yfirmaður bankamála segi af sér.
,,Menn segja ekki af sér bara til að segja af sér," sagði Björgvin.(visir.is)
Rætt var um þetta mál í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson ræddu málið. Sigurður benti á,að FME væri sjálfstæð stofnun og viðskiptaráðherra mætti ekki gefa þeirri stofnun nein fyrirmæli. Hann kvað Seðlabankann heyra undir forsætisráðuneytið og ekkert óeðlilegt við það þó viðskiptaráðherra ræddi ekki við bankastjóra Seðlabankans í langan tíma.
Ef til vill er það sök forsætisráðherra að hafa ekki boðað viðskiptaráðherra á fundi með bankastjórum Seðlabankans,þegar bankamál hafa verið rædd.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.