Miðvikudagur, 17. desember 2008
Mikil afturför: Komugjöld á sjúkrahúsum
Komugjöld verða tekin upp á sjúkrahúsum. Aldraðir, öryrkjar og börn fá afslátt af þeim og ekki verður innheimt komugjald vegna fæðinga. Áætlað er að þetta muni skila 360 milljónum króna til ríkisins.
Skattbyrði einstaklings hækkar um 1,25-1,5%. Tekjuskattur hækkar um 1,25% en áður hafði ríkisstjórnin kynnt 1% hækkun. Ríkissjóður fær fyrir vikið 7 milljarða króna í sinn hlut. Sveitarfélögin munu jafnframt geta hækkað útsvar um 0,25% og sú heimild gæti skilað sveitarfélögunum samtals 2 milljörðum. (mbl.is)
Ég er andvígur þessum komugjöldum. Þetta getur orðið til þess að fátækt fólk geti ekki farið á spítala, Ríkisstjórnin hafði lýst því yfir,að sjúkrahúsvist yrði ókeypis,.Við það átti að standa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hafa reyndar alltaf verið svokölluð komugjöld þegar fólk hefur þurft að leita t.d á bráðamóttöku sjúkrahúsanna.
En það sem þeir eru að gera núna er að setja á sérstök innlagningargjöld fyrir fólk sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús.... svo vogar Guðlaugur sér að kalla þetta "leiðréttingu á bókhaldi"
Óþolandi
Heiða B. Heiðars, 17.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.