Miðvikudagur, 17. desember 2008
Reynir biður almenning og blaðamenn DV afsökunar
Almenningur og blaðamenn DV eru beðnir afsökunar á því að fréttin birtist ekki, jafnvel þótt það hefði kostað blaðið lífsneistann. Jafnframt er ljóst að aldrei aftur mun óttinn við afkomuna stýra því hvenær fréttir birtast. Fréttin um Sigurjón er sú lexía sem dugir, segir Reynir Traustason, ritstjóri DV í leiðara blaðsins í dag. Reynir varð uppvís að því að láta undan þrýstingi og birti ekki frétt um Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.(mbl.is)
Reynir er maður að meiri að biðjast afsökunar. Hann gerði mistök og hefur játað það og beðist afsökunar.Það er gott.
Björgvin Guðmundsson
(
Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar er trúverðugleiki ritstjórans Reynis Traustasonar?
Hann kom í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning vegna ótta við auðmenn???
Hann réðst með lygum illmælgi og rangindum að fyrrum blaðamanni DV.
Hann laug að lesendum blaðsins og þjóðinni allri.
Hann segir núna sorry ég lofa að gera þetta aldrei aftur. Getur einhver treyst manni sem er berlega uppvís að ofanskráðu framferði, ekki ég. Sá sem hefur logið opinberlega einu sinni mun gera það aftur.
DV hefur krafist afsagnar margra. Nú er tækifærið að standa við stóru orðin og sýna að eitthvað annað sé að baki skrifum blaðsins en prentsvertan ein. Trausti rúinn ritstjórinn á að víkja.
Kristján (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.