Miðvikudagur, 17. desember 2008
FME rannsakar hvort gömlu bankarnir frömdu lögbrot
Fjármálaeftirlitið skoðar ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum föllnu bankanna þriggja.
Fjármálaeftirlitið rannsakar almennt hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með, m.a. er verið að að skoða ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum.
Eftirlitið vísar í 30. og 54. greinar laganna um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði og þegar þær eru skoðaðar má sjá að sjóðunum var óheimilt að binda meira en 10% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda, eða binda meira en 20% af eignum sínum í innlánum sama fjármálafyrirtækis. Í lokauppgjöri Landsbankans námu bréfin í Kaupþingi 32,3% af sjóðnum. Sjóðurinn var yfir 10% markinu með viðskipti í Straumi, Landsbanka og Baugi. Í sjóði Kaupþings voru innlán í sjóðnum 66% af samsetningu hans auk þess sem bréf í bankanum sjálfum voru yfir 10% markinu. Miðað við upplýsingar á samsetningu sjóðs Glitnis í júlílok voru þó nokkur fyrirtæki yfir þessu viðmiði innan hans, s.s. Straumur, Glitnir, Stoðir, Baugur og Atorka Group.
Engar takmarkanir eru í lögunum er varðar fjárfestingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í tengdum eða vensluðum aðilum.
Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir að sjóðstjórar, -stjórnir og jafnvel Fjármálaeftirlitið hefðu átt að grípa inn í þegar viðskiptin fóru úr böndunum.
En nú er Fjármálaeftirlitið búið að vera með FL Group/Stoða-bréfin í sjóði Glitnis í athugun í rúmt ár. Af hverju í ósköpunum tekur svona langan tíma að skera úr um viðskiptin? spyr Vilhjálmur.(mbl.is)
Morgunblaðið hefur undanfarið birt margar athyglisverðar fréttir og greinar um bankana og eignatengsl ,sem þeim tengjast. M.a. hefur komið í ljós,að sérsjóðir bankanna hafa verið að kaupa skuldabréf af eigendum sínum,t.d. Samson,Straumi,Exista,Stoðum,Baugi o.s,frv. Svo virðist,sem allir gömlu bankarnir hafi verið jafnsekir í þessu efni.Vonandi rannsakar FME þetta ofan í kjölinn.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.