Á þjóðin að greiða tap einkafyrirtækja ( einkabanka)?

Almenningur spyr: Af hverju eigum við að greiða tap einkabankanna sem fóru óvarlega og settu sig í þrot?Það er eðlilegt,að menn spyrji. Það er ekki venjan,að ríkið borgi,þegar einkafyrirtæki verða gjaldþrota.Sagt er,að vegna tilskipunar ESB um að bankarnir ábyrgist 20 þús. evrur á spariinnlánareikningum hvers og eins sparifjáreiganda verði ríkið að  ábyrgjast þessa fjárhæð eftir að bankarnir eru komnir í þrot.Við erum hér að tala um Ice save reikninga Landsbankans erlendis.En um þetta atriði eru skiptar skoðanir meðal lögfræðinga. Færustu lögfræðingar okkar hafa sagt,að við þurfum ekki að greiða vegna umræddra reikninga meira en var í ábyrgðarsjóði bankanna vegna spariinnlána,og ekki meira en bankarnir sjálfir geta greitt. Ennfremur hafa þessir lögfræðingar sagt,að tilskipun ESB   gildi ekki þegar allt fjármálakerfi ríkis fer á hliðina.Samkvæmt þessum röksemdum   þarf íslenska ríkið ekki að greiða Ice save reikningana. Ég er sammála þessum íslensku lögfræðingum. Við getum enn bakkað út úr þessu. Það er ekki endanlega búið  að  ljúka samningum vegna Ice save reikninganna. Við skulum ekki binda okkur óviðráðanlega bagga til framtíðar. Bjóðum aðeins  þær fjárhæðir,sem bankarnir geta greitt. Þjóðin á ekki að borga tap einkabankanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki okkar aðalvandi að bankarnir urðu ekki gjaldþrota ?  Og við urðum uppvís að því að ætla ao mismuna sparifjáreigendum eftir þjóðerni ?  Hafa allt okkar á þurru en láta sparifjáreigendur erlendis taka tjónið ?   Var okkur ekki bent á það af ESB að slíkt siðferði ef samþykkt yrði myndi kollvarpa öllum trúnaði innan bankakerfis ESB landanna- Hvað hefði þá orðið um framtiðar viðskipti innan Evrópu ?

Ef bankarnir hér hefðu verið gerðir gjaldþrota- þá hefði sparifé landsmanna brunnið upp utan 20.600 evrur  3,2 millj. isl.kr---Málið var fyrst og fremst pólitíkt - er það ekki ?

Sævar Helgason, 17.12.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Árni þór

Þessu er ég sammála

Árni þór, 17.12.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband