Fimmtudagur, 18. desember 2008
Mikill ágreiningur milli forustu ASÍ og ríkisstjórnarinnar
Forseti og varaforseti Alþýðusambands Íslands funduðu með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar í dag til að kynna áherslur og kröfur í framhaldi af ályktun miðstjórnar ASÍ frá því fyrr í dag um fjárlagafrumvarpið og ráðstafanir í ríkisfjármálum.
,,Þegar ekki er vilji til að hnika neinu til þá er málið áfram í ágreiningi. Við treystum okkur ekki til að vinna á þessum grunni," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Forystumenn ASÍ vonuðust til þess að hægt yrði að ná samkomulagi við ríkisstjórnina sem lagt gæti ásættanlegan grunnvöll að vinnu við endurskoðun og endurnýjun kjarasamninga fyrir árin 2009 og 2010 strax eftir áramótin.
Gylfi segir ljóst að það var ekki vilji til þess að koma til móts við áherslur ASÍ og voru það sögn Gylfa mikil vonbrigði. Einkum strandar á vilja ríkisstjórnarinnar til að endurskoða áform um mikla skerðingu bóta elli- og örorkulífeyrisþega nú um áramótin.
,,Það er alveg ljóst að verðlagsforsenda kjarasamninga er brostin en engu að síður höfum við verið að reyna að finna lausnir til að framlengja þá. Þrátt fyrir að okkar fólk stæði fyrir talsverði kjararýnun," segir Gylfi sem er ekki bjartsýnn á framhaldið. ( visir.is)
Það er alvarlegt mál fyrir ríkisstjórnina ef mikill ágreiningur er milli hennar og ASÍ.Verðlagsforsendur kjarasamninga eru brostnar og ASÍ er mjög óánægt með kjarakerðingu lífeyrisþega.Það mun þyngjast róðurinn hjá ríkisstjórninni,ef hún þarf ekki aðeins að glíma við andsnúinn almenning heldur einnig verkalýðshreyfinguna á móti sér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.