Eftirlaunafrv.gengur ekki nógu langt

Til stendur að ræða eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld. Frumvarpinu er ætlað að koma til móts við gagnrýni sem hefur verið á eftirlaunalögin sem samþykkt voru árið 2003 og færðu réttindi æðstu ráðamanna fjær því sem gengur og gerist hjá öðrum stéttum. 

Tvö önnur frumvörp um sama mál liggja fyrir þinginu, annað frá VG en hitt frá Valgerði Bjarnadóttur, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar.(mbl.is)

Frumvarpið dregur úr sérréttindum ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna í eftirlaunamálum. En að mínu mati gengur það ekki nógu langt. Umræddir embættismenn og þingmenn eiga ekki að hafa  meiri eftirlaunaréttindi en  aðrir þegnar þjóðfélagsins. Eðlilegast væri að umræddir embættismenn og þingmenn hefðu sömu eftirlaun og ríkisstarfsmenn.

 

 Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Eftirlaun rædd á þingi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það eru engir þegnar í íslensku þjóðfélagi, bara borgarar. Þegnar eru þar sem konungsvald ríkir eða sambærilegt þjóðhöfðingjavald en í lýðræðisríki kallast þjóðin borgarar.

corvus corax, 19.12.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband