Kaupmáttur launa og tryggingabóta hrapar

Það sætir aukinni gagnrýni,að ríkisstjórnin skerði tryggingabætur 3/4 lífeyrisþega TR.Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir þetta harðlega enda bitnar þessi kjaraskerðing mjög á öryrkjum. Alþýðussmband Íslands gagnrýnir þessa kjaraskerðingu einnig harðlega. Yfir 30 þús. lífeyrisþegar munu sæta kjarskerðingu um áramót þegar lögbundnar verðlagsuppbætur á tryggingabætur verða ekki greiddar heldur aðeins helmingur verðlagsbóta eða 9,6% í stað 20%.

Ríkisstjórnin lætur sem svo,að hún sé hissa á því,að þessi kjaraskerðing sæti gagnrýni,þar eð lægstu bætur fái fullar verðlagsuppbætur eða um  1/4 lífeyrisþega. Er sagt,að   lífeyrisþegar á lægstu bótum verði  frá áramótum komnir með hærra hlutfall af lágmarkslaunum en áður frá 1995.Það kann að vera en samanburður við lágmarkslaun hefur litla þýðingu í dag þegar kaupmáttur lágmarkslauna og launa almennt hefur hrapað.Kaupmáttur launa hefur minnkað um rúm 6% á árinu. Og kaupmáttur  tryggingabóta hefur  lækkað jafnmikið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband