ASI: "Hátekjuskattur" á greiðslur lífeyrissjóða til ell-og örorkulífeyrisþega

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skerða hækkun allra bótaflokka almannatrygginga um 10% að lágmarkstekjuviðmiðun undanskilinni, eða úr 19,9% í 9,6%.Þetta á að sögn ráðherranna að spara ríkissjóði ríflega 4 milljarða króna á næsta ári. Þetta þýðir að í stað þess að lágmarksbætur almannatrygginga hækki í tæplega 178 þús.kr. á mánuði verða þær ríflega 163 þús.kr., eða 15.500 kr. lægri á mánuði.

Jafnframt hefur ríkisstjórninni tekist að umbylta almannatryggingakerfinu á þann veg, að tekinn hefur verið upp 100% jaðarskattur – eins konar ,,hátekjuskattur‘‘ – á greiðslur lífeyrissjóðanna til elli- og örorkulífeyrisþega. Afleiðing þess fyrir lífeyriskerfið getur verið mjög alvarleg, því í reynd er ríkissjóður að hirða þann lífeyri sem launafólk hefur safnað saman á löngum starfsferli.(www.asi.is)

Það er krafa elli-og örorkulífeyrisþega að hætt verði að skerða tryggingabætur vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er   í raun verið að svipta lífeyrisþega ævisparnaði sínum með því að skerða bætur TR vegna tekna úr lífeyrissjóði.

 

Björgvin Guðmundsson

.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband