Föstudagur, 19. desember 2008
Hagar fá sekt vegna of lágs verðs Bónus
Samkeppniseftirlitið leggur 315 milljónir króna stjórnvaldssekt á Haga vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Hagar (sem reka m.a. verslunarkeðjuna Bónus) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði. Telur Samkeppniseftirlitið að brot Haga á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni, að því er segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
i
Brot Haga áttu sér stað í svonefndu verðstríði lágvöruverslana sem hófst í lok febrúar 2005 þegar Krónan í eigu Kaupáss kynnti allt að 25% verðlækkun á algengustu flokkum dagvara. Sögðu fyrirsvarsmenn Krónunnar að þessar verðlækkanir væru gerðar til að koma á virkari samkeppni á matvörumarkaðnum.
Af hálfu Bónusverslana Haga var því lýst yfir opinberlega að Bónus myndi verja vígi sitt" og standa við þá verðstefnu sína að bjóða ávallt lægsta verðið á markaðnum hverju sinni. Í kjölfarið braust út umrætt verðstríð og gætti þess helst í verðlagningu á mjólkurvörum. Stóð verðstríðið fram á árið 2006.
Rannsókn þessa máls hófst um mitt ár 2006 eftir að Samkeppniseftirlitið hafði aflað sjónarmiða og því borist ábendingar um hugsanleg brot Haga á 11. gr. samkeppnislaga, en þar er lagt bann við hvers konar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað viðkomandi máls og meta stöðu fyrirtækja á honum. Hagar hafa við meðferð málsins hafnað því alfarið að fyrirtækið væri markaðsráðandi. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka þetta atriði til skoðunar og hefur ákvörðunin að geyma ítarlega greiningu á matvörumarkaði.(mbl.is)
Þetta er strangur dómur. Hann leiðir einnig hugann að því hvort Samkeppniseftirlitið sé með þessum dómi að skerða hagsmuni neytenda,þar eð' segja má,að með dómnum séu settar skorður við því að vöruverð sé lækkað of mikið. Bónus hefur haft það sem markmið að vera alltaf með ´lægsta verðið. En Samkeppniseftirlitið er ekki hrifi'ð af því að' Bónus lækki verð sitt alltaf niður fyrir verð samkeppnisaðilans.
Björgvin GuðmundssonBónu
Brot Haga alvarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað er í gangi eiginlega? Ef versl.Krónan hefur byrjað þetta stríð, afhverju er þá ekki tekið í hnakkadrambið á þeirri verslun líka. Já þetta er spurning um Jón eða Séra Jón. Víst lyktar þetta illa upp í hæstu hæðir. Illgirni og öfundsýki hefur lengi verið okkar þjóðarböl. Að sekta verslun fyrir of lágt vöruverð, það er nú ekki til að bæta þjóðarhaginn. Íslendingar, hættið þessu þrugli um Bónus. Þann daginn þegar allir sitja jafnt fyrir lögunum þá getum við kannað Bónus, fyrr ekki.
J.Þ.A (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:51
Bónus býður alltaf lægsta verðið á markaðinum. Það er hinsvegar ekki það sama og að bjóða lægsta mögulega verðið á markaðinum. Þegar nýr aðili sér að Bónus er farinn að leggja meira á vörurnar og þannig sé orðin rekstrargrundvöllur fyrir nýjan aðila þá skellir hann sér í samkeppnina og býður betra verð en Bónus.
Bónus svarar þá með því að lækka verðið hjá sér undir verð nýja keppinautsins (sem var meira en 25% lækkun í þessu tilviki). Nýi keppinauturinn reynir að verjast með því að lækka meira og skilur auðvita ekkert í því að Bónus, sem áður bauð mun hærri verð, geti nú allt í einu lækkað.
Bónus lækkar þá bara meira, jafnvel þó það séu engar rekstrarlegar forsendur fyrir verðinu. Bónus ætlar bara að losa sig við samkeppnina eða þvinga nýja keppinautinn til að laga verðstefnu sína þannig að Bónus "bjóði betur"
Þegar nýi keppinauturinn er síðan gjaldþrota eða búinn að eyða öllu sýnu fé í bardagann þá hækkar Bónus verðin hjá sér til að þeir "bjóði betur" en næsta Baugsverslun.
Að sjálfsögðu á að sekta fyrirtæki fyrir svona einokunartilburði.
Eris, 19.12.2008 kl. 18:23
Sæll.
Ég vil hrósa þér fyrir annan ágætis pistill sem ég get þó ekki verið alls kostar sammála. Mál þitt er vel rökstutt og kann ég að meta það mikils á þessum tímum. Það má vel vera að krónan hafi "byrjað" þetta stríð eins og litlu krakkarnir segja stundum en Hagar tóku þá ákvörðun að brjóta landslög í skjóli þessa stríðs. Þeir undirbuðu vörur Mjólkursamsölunnar með ólöglegum hætti og notuðu markaðsráðandi stöðu sína til þess, og fyrir það er verið að dæma þá. Hvort þeir hafi "tapað" 700 milljónum (persónulega lít ég á það sem kostnað við að "verja virkið sitt" eins og þeir orða það en ekki tap) kemur málinu alls ekki við.
Brotið snýr aðeins óbeint að neytendum í landinu; brotið er fyrst og fremst gagnvart samkeppnisaðilum Bónus sem var ýtt út af kortinu. Ef þið haldið virkilega að verðlækkanir Bónus undir verð samkeppnisaðila hafi verið almenningi til góðs; teljið ykkur þá trú um það. Þetta gekk út á það að bola mönnum út af markaðinum og það er ALDREI neytendum til bóta.
Varðandi niðurstöðu þína um Samkeppniseftirlit; hún hefur sjaldan staðið undir nafni og ég fagna því ef þeir ætla að fara sýna klærnar - kominn tími til.
Virðingarfyllst, ÞRR
Þórður Rafn Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:46
ÞRR
En finnst þér ekki að þær ættu að ath. olíufélögin betur þetta var eitthvað svo endasleppt síðast þegar þau voru könnuð, en hvort ástæðan hjá þeim var undirboð það man ég ekki. En eitthvað er nú muggótt þar á bæ.
þar snýr málið beint að neytendum.........
J.Þ.A (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:02
Eru þessi lög ekki bara grín? Eða tóku ekki aðrir þátt í vitleysunni? Hvernig ætli menn fari að því að bola mönnum útaf markaðnum með því að lækka verð á mjólk til að bregðast við fíflaskap annarra? Lágvöruverðsverslun ákveður einn góðan veðurdag að fara í samkeppni og lækkar verð hjá sér um 25%? Hvar er Krónan núna? Hefur þetta eitthvað með samkeppni að gera? Snýst samkeppni um að skiptast á að lækka verð þangað til farið er að gefa vöruna? Ég held nú ekki. Bónus var að reyna að halda markmiði sínu - því sama og hefur gert þá jafn vinsæla og þeir hafa verið í gegnum tíðina. Hví voru ekki aðrir sektaðir líka, sér í lagi þeir sem komu vitleysunni í gang?
Geit, 19.12.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.