Laugardagur, 20. desember 2008
Meirihluti fyrir því að innkalla allar veiðiheimildir
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði í þættinum Í vikulokin í morgun,að VG vildi innkalla allar veiðiheimildir og úthluta þeim aftur þannig,að hluti rynni til sjávarbyggða og hluti færi á uppboðsmarkað.Stefna Samfylkingarinnar,samþykkt á landsfundi, er að veiðiheimildirnar verði innkallaðar samkvæmt svonefndri fyrningarreglu.Þeirri stefnu hefur ekki verið breytt á landsfundi enda þótt henni hafi ekki verið framfylgt í tíð núverandi stjórnar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Samfylking og VG nú með hreinan meirihluta á alþingi,miðað við kosningar í dag. Það' er því kominn meirihluti fyrir því að innkalla allar veiðiheimildir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.