Laugardagur, 20. desember 2008
Brotalöm í úrskurði Samkeppniseftirlits
Menn eru á móti því,að markaðsráðandi fyrirtæki knésetji keppinauta sína.En menn vilja,að lágvöruverðsverslanir tryggi neytendum lágt vöruverð.Bónus hefur um langt skeið verið leiðandi lágvöruverðsverslun og hefur unnið þrekvirki í því að lækka vöruverð og færa neytendum kjarabætur. Sumir segja,að Bónus hafi náð meiri árangri í kjarabaráttu en verkalýðshreyfingin sl. 2 áratugi.Ein ástæða þess,að Bónus hefur náð þetta góðum árangri er sú,að það hefur verið stefna verslunarinnar sl. 20 ár,að vera ávallt með lægsta vöruverðið.Verslunin hefur auglýst,að ef einhver önnur verslun væri með lægra vöruverð þá mundi Bónus lækka sig niður fyrir það verð. Samkeppsinyfirvöld hafa aldrei sl. 20 ár gert ahugasemd við þessa stefnu Bónus og framkvæmd hennar- fyrr en nú. Var þetta stefnumark alltaf ólöglegt hjá Bónus? Hvers vegna gerðu samkeppnisyfirvöld ekki athugasemd við þetta fyrr? Þurfti verðstrið milli Krónunnar og Bónus til þess að opna augu Samkeppniseftirlits? Bónus segir,að Krónan hafi byrjað þetta verðstríð. Bónus hafi verið að verja vígi sitt. Mér finnst brotalöm í úrskurði Samkeppniseftirlits.Verðstríðið stóð um mjólk og nokkrar mjólkurafurðir. Verslanirnar lækkuðu verðið á víxl.Ekki verður með neinum rökum sagt,að Bónus hafi verið að verðleggja Krónuna eða Kaupás út af markaðnum.Miklu frekar virðist hér hafa verið um það að ræða að Bónus hafi viljað verja þá stefnu sína að vera ávallt með lægst verðið. Krónan eða Kaupás fer ekki á hausinn út af verði á mjólk.Öðru máli hefði gegnt,ef um allar matvörur hefði verið að ræða. Það er einhver brotalöm í vinnubrögðum og úrskurði Samkeppniseftirlits. Það var kvartað' yfir of háu verði í lágvöruverðsverslunum.Samkeppniseftirlitið gerði ekkert í því máli en kærði Bónus fyriir of lágt verð!
Björgvin Guðmundsson
..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.