Sunnudagur, 21. desember 2008
Alþingi samþykkir að veita fé til máls gegn Bretum
Alþingi samþykkti samhljóða lög um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008.
Samkvæmt lögunum verður íslenskum félögum, einkum íslensku bönkunum, gert mögulegt að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir að frysta eignir Landsbanka Íslands á grundvelli ákvæða í hryðjuverkalögum og knýja Kaupþing Singer & Friedlander í greiðslustöðvun.
Lagafrumvarpið var flutt af þingmönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, en samið af Sigurði Kára Kristjánssyni, fyrsta flutningsmanni þess, og Helga Áss Grétarssyni, lögfræðingi og sérfræðingi við Lagastofnun Háskóla Íslands.(mbl.is)
Þetta er fagnaðarefni. Nauðsynlegt er að höfða mál gegn Bretum vegna hryðjuverkalaganna.Þau þarf að dæma ógild og síðan að fá dæmdar skaðabætur úr hendi Breta fyrir það níðingsverk sem þeir unnu á Íslendingum. og þann skaða sem lögin ollu okkur.
Björgvin Guðmnundsson
vegn
Fé til málshöfðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt segir þú Björgvin - þetta er fagnaðarefni - Frumkvæði Sigurðar Kára í þessu máli sem og mörgum öðrum málum vekur oft athygli mína - hann er líka formaður Menntamálanefndar þingsins og hefur borið hitann og þungann af mörgum viðamiklum málum - ég velti því stundum fyrir mér hversvegna ekki ber meira á honum og hversvegna hann virðist ekki njóta sannmælis fyrir sín verk - en það er kanski eðli stjórnmálanna.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 06:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.