Alþingi frestað í gær. Sturla vill fækka nefndum

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur rétt að fækka fastanefndum þingsins úr 12 í 7. Í því felist verulegur fjárhagslegur sparnaður og margvísleg hagræðing. Alþingi var frestað fyrir stundu til 20. janúar 2009.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis vék að nefndaskipan þingsins í ræðu sinni fyrir þingfrestun. Hann sagði margt mæla með fækkun fastanefnda þingsins. Væru þær 7 í stað 12, sæti hver þingmaður að jafnaði aðeins í einni nefnd. Hver þingmaður gæti þannig sinnt störfum sínum betur og stæði ekki frammi fyrir því á annatímum að fundir fastanefnda rækjust á. Færri nefndir gæfu aukið svigrúm til funda, auk þess sem staða nefndanna yrði sterkari, innan þings og utan.

Sturla benti á að slík hið sama hefði gerst þegar deildaskipting Alþingis var afnumin og fagnefndum fækkaði úr tveimur í eina.(mbl.is)

Sjá mátti í sjónvarpinu   að mönnum var létt eftir að þingi hafði verið frestað.Það hafði verið mikil törn í þinginu og mikið um kvöldfundi. En hvers vegna tíðast þetta vinnulag á alþingi? Hvers vegna þarf alltaf allt  að vera í blóðspreng fyrir jól og á vorum fyrir hlé. Er það ekki vegna þess að þingið tekur alltaf löng hlé. Ef þingið kæmi saman á ný strax eftir áramót,2.janúar eða 3.janúar þyrfti  ekki

alla þessa kvöldfundi í jólamánuðinum. Þá væri haldið áfram strax eftir áramót þar sem frá var horfið en að sjálfsögð   yrði að afgreiða fjárlög fyrir áramót.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka  


mbl.is Fastanefndir verði 7 í stað 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband