Eftirlaunalögin ganga of skammt

Sjö frumvörp urðu að lögum áður en þingmenn héldu til síns heima í jólafrí. Fjálagafrumvarpið var samþykkt, fjáraukalög fyrir þetta ár og frumvarp um um Ríkisútvarpið þar sem kveðið útvarpsgjald verði 17.200 krónur á mann á ári í stað 14.580 króna eins og upphaflega var áætlað.

Þá voru samþykkt lög um skattlagningu kolvetnisvinnslu og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða svo eitthvað sé nefnt.  Þá var samþykkt  nýtt lagafrumvarp um um eftirlaun þingmanna  og ráðherra sem felur meðal annars í sér að réttindaávinnsla þingmanna lækkar, aldursmörk hækka og komið er í veg fyrir að hægt sé að þiggja laun og eftirlaun á sama tíma.

Stjórnarandstaðan vildi ganga lengra í að lækka eftirlaunin og sátu hjá við afgreiðslu frumvarpsins, að frátöldum Siv Friðleifsdóttur Framsóknarflokki sem studdi frumvarpið og Kristni H. Gunnarssyni Frjálslyndum sem greiddi atkvæði gegn því.  (ruv.is)

Spirningin er sú hvers vegna lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra eiga að vera meiri en annarra ríkisstarfsmanna. Eðlilegast væri að þessir þjónar ríkisins og þjóðarinnar væru með sömu lífeyrisréttindi og aðrir ríkisstarfsmenn . Það mætti þá íhuga að greiða þeim hærra kaup ef  lífeyrisréttindi þeirra væru lækkuð ofan í það sama og aðrir hafa.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband