Fyrri yfirlýsingar um breytingar á ráðherraliði dregnar til bak

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að engar breytingar verði gerðar á ráðherraskipan flokksins fyrir áramót. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Auk þess taldi Ingibjörg Sólrún hverfandi líkur á því að gerðar verði nokkrar breytingar á ráðherraliði flokksins á næstunni.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Íslandi í dag í gær að engar breytingar yrðu gerðar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins um áramótin en hann útilokaði þó ekki breytingar á nýju ári. Þá sagði hann þingflokkinn ekki hafa rætt málið.

15. desember var Ingibjörg gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag og þar kom fram að hún íhugaði að gera breytingar á ráðherraskipan flokksins. ,,Ég er að skoða þessi mál hvað Samfylkinguna varðar," sagði Ingibjörg og bætti við að hún gerði ráð fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins væri einnig að skoða málin.(ruv.is)

Fyrri yfirlýsingar oddvita flokkanna um þessi mál voru mikið ákveðnari. Eru engu líkara en fyrri yfirlýsingar hafi verið dregnar til baka.Fyllilega var gefið til kynna áður,að breytingar gætu orðið fljótlega. Var verið að þóknast almenningi með þeim yfirlýsingum? Og er ekki lengur þörf á því að  taka tillit til sjónarmiða almennings. Víst getur ríkisstjórnin setið óbreytt um sinn. En þá á ekki að vera að gefa yfirlýsingar,sem ekki er innstæða fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband