Fimmtudagur, 25. desember 2008
Mikil bókajól
Það voru mikil bókajól hjá mér að þessu sinni eins og oft áður. Ég fékk í jólagjöf 3 eintök af Saga af forseta og við hjónin fengum 2 bækur af Í sól og skugga Bryndísar Schram.Svo menn hafa vilja vera vissir um að við gætum lesið nóg um Ólaf Ragnar forseta og Bryndísi.Annars eru jólin með hefðbundnu sniði hjá mér og minni fjölskyldu. Stórfjöldskyldan kemur alltaf saman á jóladag hjá einhverjum af sonum mínum og að þessu sinni verður það hjá Þóri,syni mínum.Ég þakka góðar jólaóskir sem ég hefi fengið frá bloggvinum mínum og öðrum lesendum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.